Guðjón Ottó Bjarnason

Guðjón Ottó Bjarnason hefur vakið athygli víða fyrir ljósmyndir sínar af íslenskri náttúru sem teknar hafa verið víðsvegar um landið.

Hann er fæddur árið 1977 í Reykjavík sonur hjónanna Bjarneyjar Guðmundsdóttur og Bjarna Guðjónssonar. Bjarney er Siglfirðingur dóttir Marheiðar Viggósdóttur og Guðmundar Bjarnasonar, sem er sonur Aldísar Guðmundsdóttur og Bjarna Kristjánssonar frá Ökrum í Fljótum , þau bjuggu síðustu æviárin á Siglufirði. Foreldrar Marheiðar voru Guðlaug Steingrímsdóttir og Viggó Guðbrandsson sem bjuggu lengi á Siglufirði. Foreldrar Bjarna Guðjónssonar voru Guðjón Ottó Bjarnason og Kristín Jónsdóttir sem bjuggu í Ólafsvík.

Helstu minningar Guðjóns Ottós frá Siglufirði, þegar hann kom á sumrin að heimsækja ættingja sína, eru veðurblíðan og landsins besti rjómaís.

Guðjón Ottó fór að fá áhuga á ljósmyndun um fermingu en byrjað fyrst af alvöru að taka myndir 2007 þegar frændi hans fékk sér Canon 400D. Þá blossaði þetta áhugamál upp á nýjan leik sem hefur aldeilis undið upp á sig, er hann vel búinn tækjum, með tvær myndavélar Canon EOS 5D Mark IV og Canon EOS 7D Mark II, nokkrar linsur allt frá víðlinsu í stóra aðdráttarlinsu og dróna. Drónann fór hann að nota fyrir um ári síðan og finnst honum skemmtilegt að fá öðruvísi sjónarhorn á myndirnar og oft notar hann drónann til skoða í kringum sig eftir myndefnum.

Hann er sjálfmenntaður í ljósmyndun, hefur farið á námskeið, fyrirlestra og sankað að sér fróðleik af Internetinu til að bæta við kunnáttuna. Hann hefur tekið þátt í nokkrum ljósmyndasýningum og gefið út tvær ljósmyndabækur útgefnar af Steinegg bókaútgáfu, í þeim eru myndir af norðurljósum og íslenskum fossum. Bækurnar fást í öllum helstu bókabúðum.

Aðspurður sagðist hann hafa ferðast til Færeyja, Noregs og Ítalíu til að fanga náttúruna með myndavélinni og bera margar af hans myndum þessa ferðaupplifun.

Guðjón Ottó á enga uppáhaldsstaði þótt hann hafi ferðast um allt Ísland til að mynda, fyrir honum er ljósmyndun aðallega um hvar besta veðrið er og birtan hverju sinni. Ein af hans uppáhaldsmyndum er frá Vestrahorni ( sjá forsíðumynd ) af sólaupprás í ágústmánuði, er hún minnisstæð vegna upplifunar þar sem sem hann stóð einn úti í kyrrðinni í yndislegu sumarveðri.

Myndir Guðjóns Ottós eru til sölu og hann er einnig í samstarfi við Norðurljósasetrið í Reykjavík og Origo um að nota Nisi filtera við ljósmyndun.

Hægt er að ná í Guðjón Ottó í síma 861 3636 ef lesendur hafa hug á að fá frekari upplýsingar.

Hér að neðan koma nokkrar myndir sem Guðjón Ottó valdi fyrir Trölla.is.

Guðjón við ljósmyndun á norðurljósunum

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.