Tjaldsvæðin á Siglufirði og í Ólafsfirð opna þann 15. maí og loka 15. október í haust.

Snjó hefur mikið tekið upp á undanförnum dögum og verið er að gera klárt til að taka á móti gestum sem sækja Fjallabyggð heim.

Verðskrá Tjaldsvæðanna er:
Einstaklingar – 1.600 kr. fyrir nóttina
Eldriborgarar og öryrkjar – 1.380 kr.
Börn yngri en 16 ára – Frítt
Aðgangur að rafmagni – 1.400 kr.