Tómas Atli Einarsson steinsmiður, eigandi Skiltagerðar Norðurlands og bæjarfulltrúi Fjallabyggðar með meiru verður 50 ára 28. júlí næstkomandi.
Oft er úr vöndu að ráða þegar á að gefa góða gjöf í tilefi af stórum tímamótum í lífinu og þegar Lára Stefánsdóttir spurði Tómas út í hvað hann óskaði sér í afmælisgjöf stóð ekki á svari, hann langar mest í þá afmælisgjöf að íbúar Fjallabyggðar verði jákvæðir, að minnsta kosti í einn dag.
Hádegisvinir Tomma ákváðu í framhaldi af þessari ósk að gefa honum lesna auglýsingu á FM Trölla þar sem íbúar eru hvattir til jákvæðni.
Trölli.is lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og birtir í dag eingöngu jákvæðar fréttir til heiðurs Tómasi Atla Einarssyni.
Myndir/ Lára Stefánsdóttir