Tónlistarmennirnir Eggert Jóhannsson og Magnús R. Einarsson koma fram á Síldarkaffi fimmtudaginn 17. júlí kl. 22:00.
Þeir hafa í rúma tvo áratugi glatt áheyrendur víða um land, meðal annars á Suðurlandi, í höfuðborginni og í Vestmannaeyjum.
Félagarnir hafa jafnframt tekið þátt í tónlistarhátíðum erlendis og eru nú á leið til Svíþjóðar í fjórða sinn til að koma fram á hátíð sem helguð er sænska ljóðskáldinu og tónlistarmanninum Cornelis Vreeswijk. Hann skipar veigamikinn sess í lagavali þeirra, en einnig sækja þeir innblástur í íslenska texta- og tónlistarmenn á borð við Megas, Jón Múla, Jónas Árnason og Magnús Eiríksson.
Nú stíga þeir á svið í hlýlegri og huggulegri stemningu á Síldarkaffi og hlakka til að heimsækja Siglfirðinga á heimaslóðum með söng og leik.
Sjá nánar um viðburðinn: HÉR
Mynd/Síldarkaffi