Í þættinum í dag verður fjallað örlítið um norska hæfileikakeppni sem heitir Stjernekamp. Keppnin sú er á dagskrá á sjónvarpstöðinni NRK 1 og ef þú hefur aðgang að appinu NRK TV eða getur séð dagskrá NRK i streymisveitum þá er líklegt að þú getir horft á keppnina.

Í ár, sem er tíunda árið í röð sem keppnin er haldin, eru eingöngu frægir þátttakendur og var farið þá leið að hreinlega hringja í þau, og þau beðin um að taka þátt.

Einnig verður kíkt á nýja tónlist svo það verður eitthvað fyrir alla í þættinum sem er á dagskrá klukkan 15 til 17 í dag, strax og Tröllahjónin hafa lokið þættinum Tíu dropar.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is