Torta di Pernilla

  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 5 egg
  • 1 msk hveiti
  • 200 g brætt smjör
  • 3 dl sykur

Glassúr

  • 1 dl rjómi
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 25 g smjör
  • 1 dl flórsykur

Hitið ofninn i 175°. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið bráðið súkkulaðið af hitanum og hrærið eggjum, einu í einu, saman við með skeið. Bætið hveiti, smjöri og sykur varlega saman við og hrærið saman í slétt krem. Smyrjið 24 cm kökuform með lausum botni. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 25 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni en tekur sig þegar hún kólnar.

Glassúr: Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum. Brjótið súkkulaðið og setjið ásamt smjörinu í rjómann. Hrærið þar til allt hefur bráðnað saman (það gæti þurft að hita aðeins undir pottinum).  Hrærið flórsykri saman við. Setjið glassúrinn aðeins í ískáp til að hann þykkni og verði kremkenndari. Breiðið glassúrinn yfir kökuna þegar hún hefur kólnað að fullu.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit