Tortillakaka
- 1 bakki nautahakk (ca 500 g)
- 1 bréf taco krydd
- 1 dl vatn
- 3 tortillakökur
- ½ bolli ostasósa (er í sömu hillum og mexíkóvörurnar í matvörubúðum)
- 1½ bolli rifinn ostur
Hitið ofninn í 175°. Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með tacokryddinu og hrærið vatni saman við. Látið malla á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til vatnið er að mestu horfið. Hrærið ostasósu saman við og takið af hitanum.

Setið tortillaköku á bakpappírsklædda ofnskúffu. Það getur verið gott að nota bontlaust springform (þ.e. bara hliðarnar) til að halda utan um kökurnar. Smyrjið 1/3 af nautahakkinu yfir tortillakökuna, setjið 1/3 af rifna ostinum yfir og leggið næstu tortillaköku ofan á. Endurtakið og endið á rifnum osti. Setjið tortillakökuna í ofninn og bakið þar til osturinn er bráðnaður, 15-20 mínútur.
Berið tortillakökuna fram með góðu salati, nachos og sósum eins og sýrðum rjóma, avókadóhræru (avókadó, pressað hvítlauskrif, smá sítrónusafi, cayennepipar og smá sýrðum rjóma hrært saman), salsasósu og ostasósu.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit