Þann 19. febrúar sl. auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum aðila/aðilum til að halda utan um Trilludaga 2024.
Enginn hefur sóst eftir að halda utan um Trilludaga 2024. Markaðs- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélagið sjálft sjái um framkvæmd Trilludaga eins og hingað til.
Í ljósi þess að engin aðili sótti um að standa að hátíðinni þá felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útfæra hátíðina með sambærilegum hætti og fyrri ár.
Mynd/Ægir Eðvarðsson