Nú er þáttagerðarfólk FM Trölla smátt og smátt að skila sér til baka eftir sumarfrí.
Oskar Brown var fyrstur til að skila sér til byggða og hefur nú þegar hafið útsendingar á nýjum tíma með þáttinn
Egg, beikon og bakaðar baunir. Þátturinn er á föstudagsmorgnum frá kl 8:00 – 10:00.
Og það verða einhverjar fleiri hrókeringar á þáttum, Tíu dropar færa sig um set á sunnudögum og verður nú frá kl 10:00 – 12:00.
Tónlistin færir sig einnig og verður frá kl 13:00 – 14:00 á sunnudögum og The Brian Callaghan Radio Show verður kl 15:00 – 16:00 á sunnudögum.
Á laugardögum verður fótbolti og rokk allsráðandi í þættinum RokkBoltinn sem verður á dagskrá frá kl 14:00 – 16:30.
Gestaherbergið heldur sínu striki á þriðjudögum á sínum vanalega tíma frá kl 17:00 – 19:00.
Það er svo aldrei að vita nema það bætist í þáttaflóruna gamlir eða nýjir þættir þegar líður á veturinn þannig að það margborgar sig að fylgjast vel með og vera ávalt rétt stillt á FM trölla.
FM Trölli spilar nýja íslenska tónlist úr öllum áttum með glöðu geði og eru tónlistarmenn hvattir til að senda inn nýtt efni á netfangið trolli@trolli.is