Skotfélag Ólafsfjarðar hélt mótið Tröllaskagi Open Compak sporting á skotsvæði félagsins laugardaginn 12. júlí. Keppt var í 75 leirdúfuskotum og mættu átta keppendur til leiks.
Guðmann Jónasson sigraði mótið með 59 stig. Hilmar Már hlaut annað sætið með 57 stig og Þorsteinn Egilson hafnaði í þriðja sæti með 55 stig.
Skotfélagið vinnur markvisst að því að bæta aðstöðu sína og má sjá breytingar á meðfylgjandi myndum.



Myndir/Skotfélag Ólafsfjarðar