Klukkan 16:06 í gærdag var tilkynnt um umferðarslys við Blöndubakka á Skagastrandarvegi þar sem þrír bílar lentu í árekstri. 14 manns voru í bílunum, 3 voru fluttir með þyrlu til skoðunar á LSH í Fossvogi, 3 til skoðunar á HSN Blönduósi en þeir hafa verið útskrifaðir, og 8 til frekari rannsókna á SAK á Akureyri. Var hópslysaáætlun virkjuð í kjölfarið.

Kl. 16.20 varð annað slys við Hvammstanga, þar sem 2 bílar komu við sögu. 3 einstaklingar voru í bílunum, tveir þeirra voru fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á HVE Akranesi og 1 til frekari skoðunar á LSH Fossvogi.

Mjög erfið akstursskilyrði voru á báðum stöðum vegna mikillar hálku og eru tildrög slysanna til rannsóknar.

Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega, sýna aðgát og miða ökuhraða við aðstæður.

Mynd/Lögreglan á Norðurlandi vestra