Tvö fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á Norðurlandi vestra aðfaranótt laugardags. Einn aðili var, laust fyrir miðnætti, handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana og -fíkniefna. Þá fundust á honum ætluð fíkniefni.

Tveir aðilar voru síðar um nóttina handteknir grunaðir um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Við húsleit fundust ætluð fíkniefni og gistu mennirnir fangageymslur lögreglu á meðan á rannsókn málsins stóð yfir.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna

 

Mynd: pixabay