Hilmar Símonarson Mynd/Guðný Ágústsdóttir

Um síðustu helgi var íslandsmótið í kraftlyftingum haldið og fór það fram í Mosfellsbæ. Hilmar Símonarson var fulltrúi Kfóf og keppti í 66kg fl.

Hilmar stóð sig feikivel á þessu feyki sterka móti.Hilmar byrjaði með léttri 180 kg hnébeygju og bætti síðan íslandsmetið um hálft kg eða 190,5 kg. Í þriðju tilraun var reynt við 195 kg en vildi bara hálfa leið upp.

Bekkpressa gekk ekki að óskum þennan daginn en byrjunarþyngdin var örugg 120 kg en síðan var tvívegis reynt að bæta íslandsmetið um hálft kg 130,5 sem gekk ekki að þessu sinni.

Réttstöðulyfta var opnuð með 200 kg. Í annarri tilraun mistókst 212,5 kg en Hilmar sýndi harðfylgi eins og oft áður og kláraði þá þyngd í þriðju tilraun.

Niðurstaðan var íslandsmeistaratitill, íslandsmet í hnébeygju og íslandsmet í samanlögðum árangri 523 kg.

Hilmar er eins og áður sagði komin í landsliðið og framundan er Vestur Evrópumót, það verður gaman að fylgjast með þessum grjótharða afreksmanni undirbúa sig fyrir það mót.

Heimild/ Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar