Í dag verða Andrésar andar leikarnir settir og því verða götulokanir og takmarkanir á ákveðnum götum vegna SKRÚÐGÖNGU.
Skrúðgangan fer frá Lundarskóla/KA-svæðinu í dag, miðvikudaginn 19. apríl kl. 19:00.
Þátttakendur safnast saman á Dalsbrautinni við Lundarskóla/KA og verður götunni lokað fyrir bílaumferð kl. 18:15. Það verður hægt að leggja í götuþrengingum á Þingvallarstræti og svo við Kaupang og Nettó, Hrísalundi. Skynsamlegt gæti þó verið að leggja við Íþróttahöllina, MA eða VMA sem er nær þeim stað sem gangan endar – og ganga uppeftir að Lundarskóla í skrúðgönguna.
Milli kl. 18:00-19:15 verður Dalsbraut, milli Þingvallarstrætis og Skógalundar lokuð fyrir umferð. Þingvallarstræti (vestur til austurs) frá Dalsbraut að Byggðarvegi verður lokað frá kl. 18:55 til 19:30.
Á sama tíma verður akreinin vestur til austur á Þingvallarstræti frá Dalsbraut að Mýrarvegi lokuð sem og Þingvallarstræti milli Mýrarvegar og Byggðarvegar.
Frá því að skrúðgangan hefst og fram yfir setningarathöfn Andrés Andar leikanna verður þrenging á Þingvallarstræti (austur til vesturs) frá Mýrarvegi að Nettó Hrísalundi og á Þingvallarstræti (vestur til austurs) frá Nettó Hrísalundi að Dalsbraut. Búast má við því að setningarathöfninni ljúki um kl. 20:30
Að neðan má sjá skýringarmynd með lokunum, þrengingum, og mögulegum bílastæðum.