Úr fundargerð Hafnarstjórnar Fjallabyggðar 12. maí 2020:
Í framhaldi af bókun skipulags- og umhverfisnefndar undir lið 2 á dagskrá 253. fundar nefndarinnar vill hafnarstjórn taka undir bókun nefndarinnar og beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við deiliskipulag hafnarsvæðis á Ólafsfirði, samhliða deiliskipulagi sem skilgreint er í bókun nefndarinnar.
Einnig beinir hafnarstjórn því til bæjarstjórnar að metnir verði kostir og gallar þess að útvíkka skilgreint hafnarsvæði yfir á þau svæði þar sem nú er hafnsækin starfsemi og eða telja má til áhrifasvæðis hafnarinnar.
Sjá fundargerð Hafnarstjórnar Fjallabyggðar