Algrænt túnið í Hvalfirði undir Akrafjalli þegar komið er upp úr göngunum segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebook síðu sinni að kvöldi páskadags.
Fyrir sléttri viku örlaði ekki fyrir grænni nál. Umskiptin voru líka glögg í veðrinu á skírdag þegar hlýnaði og rigndi eftir þurran NA-þræsinginn með næturkuldum.
Tún í góðri rækt og við hlýjan sjóinn sem og í þokkalegu skjóli fyrir N-átt eru fljót að grænka enda frost og klaki í vetrarlok minni en annars gengur og gerist.
Skipaskagi og Innri Akraneshreppur þóttu líka saman með Kjalarnesi með vorbetri sveitum landsins og þykja sennilega enn.
Mynd/Einar Sveinbjörnsson