Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur er frá og með 13. nóvember 2024 til og með 2. janúar 2025.
Alls bárust skipulagsgátt 32 umsagnir vegna fyrirhugaðrar Samkaupsbyggingar og mun Trölli.is birta allar innsendar umsagnir næstu vikurnar.
Ellefta umsögn birt 10.12.2024.
Gísli Páll Ingimundarson
Þetta er alveg galin hugmynd og merkilegt að það sé enn verið að tala um þetta.
Samt sem áður hlítur að vera eitthvað jákvætt við þetta þó ég sjái það ekki.
Það er talað um laus versluarbil í þessu húsi það hefur nú samt sem áður fleiri verslanir lokað en opnað seinustu ár í Fjallabyggð.
Èg held það sé met hvað við erum með marga fermetra í atvinnuhúsnæðum sem eru ekki nýtt til atvinnustarfsemi og finnst óþarfi að bæta fleirum við á kostnað dýrmætra innviða.
Forsíðumynd/úr myndasafni Trölla.is