Á 899. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lá fyrir umsókn frá Golfklúbbi Fjallabyggðar í Ólafsfirði um styrk til róbótavæðingar golfvallarins, með það að markmiði að bæta og einfalda umhirðu vallarins.
Bæjarráð tók málið til umfjöllunar og gerir ráð fyrir kaupum á slátturóbota á árinu 2026 samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingatillögu. Þá var bæjarstjóra falið að óska eftir viðræðum við Golfklúbb Fjallabyggðar um mögulega samnýtingu búnaðarins.




