Viðburðum sem vera áttu um helgina hefur víða verið aflýst vegna tilmæla Almannavarna og sóttvarnalæknis. Trölli.is mun fylgjast grannt með gangi mála og flytja fréttir af þeim ráðstöfunum sem gripið verður til vegna út­breiðslu kór­ónu­veiruf­ar­ald­urs­ins.

Kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar

Veisluhöldum vegna 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar sem halda átti laugardaginn 1. ágúst nk. hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu.
Afmælið verður haldið um leið og slakað verður á fjöldatakmörkunum á ný og aðstæður breytast til hins betra.

Berjadagar í Ólafsfirði

Tónlistarhátíðinni Berjadögum í Ólafsfirði hefur einnig verið frestað um óákveðin tíma vegna samkomutakmarkana, en hátíðin átti að hefjast í dag og standa yfir verslunarmannahelgina. 

Síldaminjasafn Íslands

Í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa öllum viðburðum sem Síldarminjasafnið hafði auglýst fyrir komandi helgi segir á heimasíðu saf

Til stóð að bjóða upp á síldarsaltanir, leiðsagnir um safnið, gönguferðir, netasmiðju og síldarhlaðborð – en þessir viðburðir bíða betri tíma.

Starfsfólki safnsins er umhugað um að framfylgja tilmælum yfirvalda í einu og öllu, og munum við því jafnframt takmarka fjölda gesta í safnhúsum okkar, með tilliti til húsrýmis og tveggja metra fjarlægðarmarka, sem og loka fyrir aðgang safngesta að síldarskipinu Tý SK.

Eftir sem áður bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á safnið, sem verður áfram opið alla daga frá 10-18 – en með aukinni áherslu á takmarkaðan fjölda safngesta.

Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, til að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.

Kveldúlfur bjór og bús

Vegna nýrra og hertra reglna ì sambandi við þann hvimleiða andskota sem kallast Covid 19 sjáum við ekkert annađ ì stöðunni en það ađ hafa lokađann barinn hjá okkur um óákveðinn tíma segir á facebooksíðu Hrímnis Hár Og Skeggstofu. Við teljum okkur ekki getađ tryggt 2. metra regluna hvorki hjá starfsmönnum okkar né viðskiptavina.

Við hlýđum yfirvöldum förum eftir tilmælum og tökum enga sénsa. Gangi öllum vel í þessu öllu saman.

Mynd úr vefmyndavél Trölla.is.