Hagstofan hefur gefið út nýjar mannfjöldatölur eftir þriðja ársfjórðung þessa árs.

Frá fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúum í Húnaþingi vestra fjölgað um 30. Er fjölgunin um 2,4%. Á sama tíma fjölgar íbúum á Norðurlandi vestra í heild um tæplega 1%.

Á landinu öllu fjölgar íbúum á milli 1. og 3. ársfjórðungs um ríflega 1,5%. Í lok þriðja ársfjórðungs töldu landsmenn allir 396.930.