Fyrir 6 árum síðan, eða 1. maí 2018 fór fréttavefurinn Trölli.is í loftið. Forsvarsmenn eru þau Kristín Magnea Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason.

Vefurinn er alhliða frétta-, upplýsinga- og auglýsingavefur fyrir svæðið frá Húnaþingi vestra til Eyjafjarðar. Trölli.is birtir einnig fréttir af landsmálum

Skrifaðar hafa verið 10.509 fréttir og greinar síðastliðin 6 ár.

Gunnar Smári hefur rekið útvarpstöðina FM Trölla undanfarin 15 ár, sem er með senda í Hrísey, sem sendir út í utanverðum Eyjafirði, Siglufirði og Hvammstanga, og vinnur vel með fréttavefnum. FM Trölli heyrist um allan heim á netinu.

Auk þess vinnur Gunnar Smári við hljóðvinnslu, hljóðupptökur, forritun, nýsköpun og rafeindasmíði, Kristín Magnea sér um fréttavefinn og allt utanumhald þar að lútandi.

Trölli.is þakkar lesendum og auglýsendum fyrir samstarfið þessi ár, og vonar að næstu árin verði ekki síður farsæl.

Forsvarsmenn Trölla.is þakka einnig þeim fjölmörgu sem lagt hafa vefnum lið með skrifum og fréttaábendingum.

Mynd með frétt er af þeim hjónum og var forsíðumynd fréttar um vefinn 1. maí 2018.