Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 0,7% milli ára.

Feykir.is greindi frá.

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun.

Íbúum í Fjallabyggð hefur fækkað um 2% á þremur árum, segir bæjarstjórinn.

ruv.is birti stutt viðtal við Gunnar I Birgisson bæjarstjóra Fjallabyggðar þar sem þetta kom fram meðal annars. Einnig er haft eftir bæjarstjóranum að hann hafi “svona ákveðnar áhyggjur” af þessu, eins og hann orðaði það.