“Þögnin og Heiðveig”

Á facebook síðu sinni skrifar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi sjómaður:

“Hvar er verkalýðshreyfingin þegar kemur að hennar eigin málum? Hvar er hinn nýkjörni forseti ASÍ? – Er það virkilega þannig að ekkert verkalýðsfélag ætlar að andmæla því að þegar kona í uppreisn býður sig fram til formanns í Sjómannafélaginu þá er hún rekin úr félaginu? Ekki þekki ég neitt til málanna en af fréttum að dæma hefur hin brottrekna kona ærin málefnaleg rök til andspyrnu. Í venjulegu samfélagi gera menn út um það með lýðræðislegum hætti. Í kosningu. Ekki með aftöku. Þögn verkalýðshreyfingarinnar – þögn ASÍ – er öllum til skammar. Aldrei ældi ég á sjónum en mér verður óglatt yfir þessu.

Með vinsemd og virðingu,

Össur Skarphéðinsson, fyrrv. sjómaður á Guðbjörgu Ís, Kofra Ís, Heimi SU, Jökli ÞH – með meiru.”

Lífleg umræða hefur skapast um þetta mál á fb síðu Össurar

 

Mynd: pixabay