Á dögunum komu nemendur úr 1. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn á Ljóðasetrið. Fræddust þeir um íslenska ljóðlist, hlýddu á ljóðalestur og söng og síðast en ekki síst fluttu þeir sín eigin ljóð fyrir bekkjarfélagana, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þessi heimsókn var liður í hinni árlegu ljóðahátíð Haustglæður. Hún samanstendur af ýmsum viðburðum sem tengjast íslenskri ljóðlist og fara þeir fram í Fjallabyggð frá sept. – des. ár hvert.

Það eru Félag um Ljóðasetur Íslands og Umf Glói sem standa að hátíðinni og Fjallabyggð og Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkja framkvæmd hennar.

 

Frétt og mynd: Ljóðasetur Íslands