Eftirtekt vekur að í dag eru engar eignir til sölu á Hvammstanga á sölusíðum fasteignarsala.

Gróska er í atvinnu- og mannlífi á Hvammstanga, miklar framkvæmdir hafa verið í bænum síðastliðin tvö ár og hefur 18 lóðum verið úthlutað fyrir einbýlis og parhús, alls 25 eignir.

Árið 2017 var 11 lóðum úthlutað. Þar af eru 4 lóðir undir einbýlishús og 7 lóðir fyrir parhús. Parhúsin er byggð sem frístundahús en íbúðir í þeim standast kröfur til íbúða. Framkvæmdir voru hafnar á 1 lóð árið 2017.

Á fyrstu 10 mánuðum ársins 2018 var 7 lóðum úthlutað. Allar þær lóðir eru undir einbýlishús. Framkvæmdir voru hafnar á 7 lóðum 2018, alls 9 íbúðir.

Tveimur parhúsum var lokið 2018, alls 4 íbúðir.

 

Guðlaug og Hjálmar unnu mikið sjálf ásamt dóttur sinni við að byggja húsið. Hér má sjá Garðaveg 31, 2. sept.

 

Garðavegur 31 þann 7. júní

 

Nýbygging í Lindahverfi þann 7. júní

 

Verkið vinnst vel, hér má sjá nýbygginguna 2. sept.

 

Parhús í Lindahverfi þann 7. júní

 

Íbúar fluttir inn 2. sept.

 

Húsgrunnur 2. sept.

 

Framkvæmdir á fullu, þvílíkt útsýni sem íbúar hafa í framtíðinni

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Framkvæmdir á Hvammstanga 7. júní 2018

 

Engar eignir á Hvammstanga á söluskrá

 

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir