Vegna forfalla eru lausar tvær 100% stöður skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar –  í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði og í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Einnig er laus 40% staða skólaliða við skólahúsið við Norðurgötu. Vinnutími 13:00-16:15. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða afleysingar yfir skólaárið með möguleika á áframhaldandi starfi.

Starfið er fjölbreytt, þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn.  Skólaliði sinnir almennum þrifum tekur á móti nemendum að morgni, sér um gæslu í frímínútum og hádegishléi, bæði úti og inni og margt fleira. Skólaliði við Tjarnarstíg Ólafsfirði hefur auk þess ákveðið eftirlit með skólahúsi utan skólatíma. 

Umsóknum um störfin skal skilað, ásamt kynningarbréfi og ferilskrá, í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastjóra, asabjork@fjallaskolar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2023.

Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 464 9150 eða 695 9998