Leigufélagið Bústaður hses. auglýsir til umsóknar íbúðir á Hvammstanga í almenna íbúðaleigukerfinu.

Um er að ræða sex fjögurra herbergja íbúðir að Lindarvegi 5 stærð íbúðanna eru 93 m2. Íbúðirnar verða afhentar í ársbyrjun 2020.

Markmið Bústaðar hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta úr brýnni þörf á auknu íbúðarhúsnæði í Húnaþingi vestra og um leið bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu.  Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Með umsókn skal fylgja afrit af skattframtali síðasta árs og afrit af þremur síðustu launaseðlum umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember  

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna hér á heimasíðu Húnaþings vestra undir Stofnanir –  Leigufélagið Bústaður hses.