Vakin er athygli umtalsverðum bikblæðingum víðsvegar um umdæmið, sér í lagi í nágrenni Víðigerðis og Hvammstanga.

Einnig er aðvörun vegna bikblæðinga í sunnanverðum Hvalfirði, Snæfellsnesvegi, Borgarfirði upp að Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku, norðan Búðardals, sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi, á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, við Ljósavatn, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði, Suðurlandinu og við Kerið.

Ökumenn eru beðnir um að gæta sérstakrar varúðar af þessum sökum.

Mynd/úr vefmyndavél Vegagerðarinnar