
Í dag kl. 13.00 fer Andri Hrannar aftur í loftið með Undralandið í beinni útsendingu frá Kanarí.
Andri er búsettur þar og er í útgöngubanni eins og allir aðrir á Gran Canaria
Þátturinn verður á dagskrá alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00. á meðan útgöngubannið varir enda fátt annað hægt að gera. Svo hvað er þá betra en að henda í nokkra þætti.
Til að hlusta á þáttinn á Kanaríeyjunum og úti um allan heim er hægt að fara inn á “Hlusta” hér efst á síðunni eða smella hér: Hlusta
Andri Hrannar tekur við óskalögum á messenger á fésbókarsíðu og einnig á snappinu. Endilega addið Andra og verið með í beinni frá Kanarí.
