Mánudaginn 30. apríl 2018 fór fyrsti þátturinn af Undralandinu í umsjón Andra Hrannars Einarssonar í loftið og er þátturinn því tveggja ára í dag.

Þann 26. apríl voru 7 ár ár síðan Andri Hrannar sendi út sinn fyrsta útvarpsþátt á FM Trölla. Það var föstudaginn 26. apríl 2013 kl 13 sem þátturinn ”Eru ekki allir í stuði” fór í loftið.

Sá þáttur varð ekki langlífur því viku síðar startaði hann þættinum ”Frjálsar Hendur Andra” og var sá þáttur alla virka daga á dagskrá FM Trölla um nokkurra ára skeið.

Þátturinn Undralandið er á dagskrá alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 að íslenskum tíma.

Til að hlusta á þáttinn á Kanaríeyjum og út um allan heim er hægt að fara inn á “Hlusta” hér efst á síðunni eða smella hér: Hlusta

Andri Hrannar tekur við óskalögum á messenger á  fésbókarsíðu og einnig á snappinu. Endilega addið Andra og verið með í beinni frá Kanarí.

Sjá fréttir um þáttagerð Andra Hrannars í gegnum tíðina: R

Forsvarsmenn FM Trölla þakka Andra Hrannari fyrir óeigingjarn starf í þágu útvarpsins. Þú ert frábær!