Í gær, 17. apríl, eru 31 ár frá stofnfundi Ungmennafélagsins Glóa.
Í fyrra minntumst við 30 ára starfs félagsins með ýmsum hætti m.a. með útgáfu veglegs afmælisrits þar sem farið var yfir sögu félagsins og hin ýmsu verkefni sem það hefur staðið fyrir í máli og myndum segir á facebook síðu félagsins.
Heldur rólegt er yfir starfseminni um þessar mundir en í sumar verður hlaup á 17. júní, Ævintýravikur verða á dagskrá og stefnt er að körfuboltanámskeiðum fyrir yngri iðkendur. Auk þess ætlum við að klára að útbúa sælureit með borði og bekkjum á svæðinu okkar í skógræktinni í Skarðsdal og ljóðahátíðin Haustglæður verður haldin nítjánda árið í röð næsta haust svo eitthvað sé nefnt.


Heimild og mynd/Umf Glói