Kartöflugratín 

  • ca 1 kg kartöflur
  • 2 msk mjúkt smjör
  • 1/4 bolli nýmjólk
  • 1 ½ bolli rjómi
  • 2 msk hveiti
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • pipar úr kvörn
  • 1 bolli rifinn cheddar ostur
  • 2 vorlaukar, bara hvíti og ljósgræni hlutinn

Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast mót með smjöri. Skerið kartöflurnar í teninga og setjið í smurt eldfasta mótið.

Blandið saman mjólk og rjóma í skál og bætið hveiti, pressuðum hvítlauk, salti og pipar saman við. Hrærið vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og setjið álpappír yfir.

Bakið í 30 mínútur, takið þá álpappírinn yfir og bakið áfram í 20 mínútur til viðbótar. Undir lokin er rifinn cheddarostur settur yfir og látinn bráðna síðustu mínúturnar í ofninum. Stráið þunnt skornum vorlauk yfir og berið fram heitt.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit