Tvær upprennandi tónlistarkonur og harmóníkuleikarar eru að halda tónleikaröð, sem er afrakstur af norsk- íslensku samstarfi þeirra á milli.
Það eru þær Ásta Soffía, dóttir Sigríðar Jónsdóttur frá Siglufirði og heitir hún seinna nafninu í höfuðið á móðurömmu sinni, Soffíu frá Nesi og Kristin Farstad Bjørdal frá vestur Noregi. Faðir Kristinar, Oddmund Farstad var norskur sjómaður sem kom m.a. til Siglufjarðar á síldarárunum og spilaði fyrir dansi.
Þær hafa sett saman tónleikaprógramm sem sýnir margbreytileika harmóníkunnar og fá einnig innblástur frá því hvernig ástsæld harmóníkunnar er eitt af því sem hefur verið sameiginlegt á milli Íslands og Noregs.
Harmóníkan var virkilega hljóðfæri alþýðunnar segja þær, þykir þeim mjög vænt um þá hefð á sama tíma sem þær taka harmóníkuna áfram og spila allskonar tónlist, klassík og barrokk.
Verða þær m.a. með tónleika á Segli 67 brugghúsi á Siglufirði laugardaginn18. september kl 20:00.
Mynd/ aðsend