Nú er lokið verkefninu „Komdu í fótbolta með Mola“, sem Siguróli Kristjánsson, eða Moli eins og hann er kallaður hefur farið með vítt og breitt um landið undanfarin ár.

Verkefnið byrjaði árið 2019 og hefur Moli haft umsjón með því frá byrjun og hitt a.m.k. 1.200 börn.

Hér er stutt myndband þar sem “Moli” segir aðeins frá verkefninu og aðeins neðar ljósmyndir frá KSÍ, teknar á helstu stöðunum.
Á vef KSÍ má finna ljósmyndir frá fjölmörgum stöðum þar sem hann var með pönnuvöllinn sinn og allir skemmtu sér vel.

„Markmið verkefnisins er að heimsækja minni sveitarfélög og hitta börnin á svæðinu. Með í för er svokallaður Pönnu-völlur, sem vekur allsstaðar lukku”.