Eiginlega ekki hægt annað en að fylgjast með mjög afbriðgiðlegum loftþrýstingi hérlendis nú síðari hluta sumars. segir á vefsíðu Bliku.is.
Hófst með mjög mjög djúpri lægð af sumarlægð að vera sem fór til vesturs fyrir norðan land 21. júlí. Síðan þá hefur loftþrýstingur verið lágur miðað við því sem við eigum að venjast að sumri. Finnum það á eigin skinni með dumbungi tíðum rigningardögum um nánast allt land og fáum sólardögum, en umfram allt fremur vindasömu veðri sem fylgir lægðunum.
Kortið sem, ég teiknaði upp úr gögnum frá Bandarísku endurgreiningunni sýnir að frávik loftþrýstings frá því um 20. júlí og til 13. ágúst er hvorki meira né minna en 15-20 hPa á þessum tíma.
Í Stykkishólmi var meðalloftþrýstingur nú fyrstu 15 daga í ágúst 995,4 hPa. Það er 13,3 hPa undir meðallagi.
Og það sem meira er að spá kort ECMWF 16. – 25. ágúst gerir rá fyrir svipuðu ástandi. Mjög afgerandi meðallægð kemur fram fyrir norðaustan land. Í Stykkishólmi er spáð 995-6 hPa að jafnaði næstu tíu dagana.
Helsta breytingin frá síðusu 10 dögum, er tilfærsla á sjálfri lægðarmiðjunni við landið. Hún hefur það m.a. í för með sér að nú mun heldur kólna, einkum um komandi helgi. Ekki síst norðan- og austanlands sem og á hálendinu.
En af hverju loftþrýstingur í Stykkishólmi? Jú það er vegna þess að hann hefur verið mældu samfellt allar götur frá 1845.
Í aðeins tvö skipti hefur meðalloftþrýstingur í ágúst þar verið undir 1000 hPa. Það var 1989 og 1991. Í bæði skiptin 999,8 hPa.
Sé mið tekið af veðurspám fyrir síðari hluta ágúst, eru talsverðar líkur til þess að nýtt ágústmet lágþrýstings líti dagsins ljós fyrir Stykkishólm og þá reyndar einnig landið í heild sinni. Það yrðu þó nokkur tíðindi.
Ljóst er að lofthringrás á Norður-Atlantshafi hefur verið afbrigðileg upp á síðkastið. Kemur m.a. fram í N-Skandinavíu þar sem óvenjulegir sumarhitar hafa ríkt. Annars staðar hefur rignt sérlega mikið.
Verður alveg örugglega umföllunar- og rannsóknarefni veðurfræðinga næstu misserin!
Myndir/af vefsíðu Bliku.is