Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.
Í dag er nítjándi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum hér á Kanarí og verður bannið að minnsta kosti til 12 apríl.
Vikan hefur verið ansi brösug hjá okkur svo ekki sé meira sagt.
Loksins þegar stytti upp og Gunnar fór tvíefldur í húsasmíðina tók rafmagnið upp á því að slá út. Við erum einungis með sólarsellu og háværa bensínrafstöð til að nota í neyð til skamms tíma, við vorum því í vondum málum.
Þar sem allt er lokað og við komumst hvorki lönd né strönd vegna útgöngubannsins voru góð ráð dýr.
En minn maður tók til sinna ráða og sýnum við það í YouTube myndbandi dagsins.