Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm. landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.
Í dag er 27 dagur í útgöngubanni hér á Gran Canaria og gengur vel hjá stjórnvöldum að halda utanum faraldurinn. Forseti eyjanna telur það þó grundvallaratriði, að halda útgöngubanninu út þennan mánuð. Jafnframt er farið að skipuleggja með hvaða hætti útgöngubanninu verði aflétt, þegar þar að kemur.
Vikan hefur gengið sinn vana gang hjá okkur hellishjónum. Við erum alltaf eitthvað að vinna utandyra, enda verðið búið að vera mjög gott.
Gunnar er að útbúa dyr á húsbygginguna og eru góð ráð dýr að finna til efni í þær, enda ekki hægt að versla nokkurn skapaðan hlut til framkvæmda hér á eyjunni.
Segjum við frá til hvaða ráða hann tók til að leysa vandann og síðan bjóðum við í rafræna heimsókn inn í báða hellana og eldhúsið sem er byggt utan í klettavegg.
Sjá fleiri myndbönd: Hér