Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var tólfti dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum, dagurinn varviðburðaríkur og rennblautur.

Það var mikið um að vera hjá okkur í gær þrátt fyrir að ekkert var hægt að gera utandyra.

Gunnar Smári brá sér til byggða til að versla vistir, við gerðum innkaupalista til eins mánaðar dvalar hér án þess að þurfa að fara til byggða og hitta fólk.

Til dæmis urðum við að kaupa 176 lítra af vatni til drykkjar og eldamennsku fyrir þennan tíma.

Þannig að við erum ansi vel sett að dvelja hérna í þessari algjöru einangrun á næstunni, nú á bara eftir að koma í ljós hvernig fer hjá okkur að hitta enga aðra en kettina á næstunni og hlusta á jólatónlist. Meira um það í myndbandinu.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR