Á 1251. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var þann 28. júlí sl. úthlutaði ráðið styrkjum úr Húnasjóði. Í ár bárust 3 umsóknir og uppfylltu tvær þeirra skilyrði til úthlutunar. Eftirtalin hlutu styrk að þessu sinni:

  • Margrét Eik Guðjónsdóttir, vegna grunnnáms í leikskólakennarafræðum til BEd gráðu.
  • Ómar Eyjólfsson, vegna grunnnáms í viðskiptafræðum til BS gráðu.

Húnasjóður var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur til að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.

Frá árinu 2001 hefur sjóðurinn styrkt 163 einstaklinga um samtals kr. 15,3 milljónir.