Nokkur spenna var í lofti þegar skráning hófst í áfanga miðannarvikunnar s.l. miðvikudag.

Ólík viðfangsefni eru í boði.

Frá Lundúnum kemur Katrín Ýr söngkona og skipuleggur tónlistarbúðir þar sem hægt er að æfa sviðsframkomu, textagerð, hópsöng og sitthvað fleira.

Frá Þýskalandi kemur Carla Auguste Albrecht og kennir undirstöðuatriði í sínu móðurmáli með vísan til þýskrar matarmenningar, íþrótta og lista.

Unnur María Máney kynnir heim sirkuslistanna og nemendur æfa jafnvægislistir, sviðsframkomu, trúðaleik, húlahopp og fleira.

Ólafur Pálmi Guðnason, gamall Ólafsfirðingur, kemur frá Akureyri og leiðbeinir við sköpun í tölvu.

Þá er ótalið, síðast en ekki síst að nemendum býðst að skrá sig í textílvinnustofu eða notkun teikniforrita í Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði.

Miðannarvikan er ekki næsta heldur þar næsta vika.

 

Af: mtr.is