Pönnukökurúlla með skinku- og ostafyllingu (uppskrift fyrir 6)

Deig:

  • 125 g smjör
  • 2,5 dl hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 4 egg

Fylling:

  • 3 msk smjör
  • 4 msk hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 1,5 dl rjómi
  • 3 msk fínhökkuð basilika
  • 100 g skinka, skorin í bita
  • 1 dl rifinn ostur
  • 150 g kokteiltómatar
  • 1 tsk salt
  • smá svartur pipar

.

 

Yfir:

  • 1,5 dl rifinn ostur

Hitið ofn í 200°. Bræðið smjör í potti. Hrærið hveiti og mjólk saman við smjörið og hitið þar til deigið losnar frá könntum pottarins (hrærið reglulega í pottinum). Takið pottinn af hitanum og hrærið einu eggi í einu saman við deigið með handþeytara. Setjið deigið í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur. Þegar pönnukakan er tilbúin er best að hvolfa henni á nýjan bökunarpappír og taka bökunarpappírinn sem pönnukakan bakaðist á af. Látið pönnukökuna kólna.

Fylling: Bræðið smjörið í potti. Hrærið hveiti saman við. Bætið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í pottinum á meðan. Bætið rjóma í pottinn og látið sjóða við vægan hita í um 5 mínútur. Bætið basiliku, skinku og osti í pottinn. Skerið tómatana í tvennt og hrærið þeim saman við fyllinguna. Smakkið til með salti og pipar.

Dreifið fyllingunni yfir pönnukökuna og rúllið henni upp frá langhliðinni. Setjið pönnukökuna á bökunarpappír með sárið niður. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 10 mínútur. Berið pönnukökuna fram heita.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit