Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag, jafnt barnastarf sem gospelmessa.

Útidyr Siglufjarðarkirkju gáfu sig í nótt eða morgun, í hvassviðrinu sem verið hefur, og nyrðri hurðarvængurinn er mjög skemmdur, læsingin m.a. ónýt.

Viðgerð dregst eitthvað fram í næstu viku, kannski lengur, því panta þurfti eitt og annað til verksins.

Búið er að negla fyrir aðalinnganginn.

Myndir og heimild /Sigurður Ægisson