Alþýðuhúsið á Siglufirði efnir til útimarkaðar á stéttinni sunnan við húsið frá kl. 13.00 – 18.00 sunnudaginn 13. ágúst.

Öll sem áhuga hafa á að koma með eitthvað til að selja eru velkomin, hvort sem er fatnað, matvöru, blóm, húsgögn, húsbúnað, skrautmuni, listmuni eða bækur.

Hver og einn sér um sig og kemur með borð eða annað til að setja fram það sem í boði verður. Spáð er góðu veðri.

Þau sem áhuga hafa á að taka þátt, vinsamlega skráið þátttöku hjá Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur í síma 865 5091 eða á facebooksíðu Aðalheiðar.

Það kostar ekkert að vera með. Gerum skemmtilega stemningu saman.