Haraldur Líndal Haraldsson kynnti á starfsmannafundi þann 12. desember niðurstöður úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar og tillögur sem miða að því að bæta framangreinda þætti, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Skagafjarðar mun í byrjun nýs árs taka tillögunar til frekari umræðu og skoðunar.
Fjölmennt var á fundinum og fylgdust margir með í streymi. Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna ásamt upptöku frá starfsmannafundinum.