Þessa dagana dvelja góðir gestir frá Tékklandi hjá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði, en þau eru hluti af Evrópuverkefni sem safnið er tekur þátt í.
Í dag, miðvikudag verða opnir fyrirlestrar í Bátahúsinu fyrir alla áhugasama. Í gær, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:00 flutti Radim Urbánek, þjóðfræðingur og safnstjóri, fyrirlestur um gagnvirka nálgun á sýningum í safni hans í Ústí nad Orlicí í Tékklandi.
PhDr. Radim Urbánek er þjóðfræðingur sem hefur síðan seint á tíunda áratugnum sérhæft sig í myllum og öðrum tækniminjum úr dreifbýli. Frá árinu 2002 hefur hann skipulagt fjölmörg málþing um málefnið, bæði í Tékklandi og á alþjóðavísu.
Hann kenndi hefðbundna smíði og handverk í sjö ár við Háskólann í Hradec Králové og hefur haldið fyrirlestra við Háskólann í Pardubice og Tækniháskólann í Prag.
Á dag, miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10:00 flytur Václav Michalička, þjóðfræðingur og safnafræðingur, fyrirlestur um varðveislu verkþekkingar alþýðufólks.
PhDr. Václav Michalička er tékkneskur þjóðfræðingur og safnafræðingur og starfar sem yfirmaður Miðstöðvar hefðbundinnar tækni í Příbor (Novojičín Museum).
Václav mun segja frá safni sínu sem einblínir á að varðveita verkþekkingu alþýðufólks og notkun efniviðs úr náttúrunni. Safnið er tileinkað varðveislu útdauðrar verkþekkingar og handverkstækni, án aðkomu stafrænnar nútímatækni til miðunar. Gagnvirknin felst í því að gestir geti snert, skynjað og upplifað horfna tíma með beinum hætti sem oft er mikill innblástur.