Siglufjörður er enn og aftur nafli alheimsins, þetta tekur engan endi……..

Síldarsagan lifir eilífu lífi á Síldarminjasafninu sem vex og dafnar og í bókmenntum og greinum af ýmsum toga og nú síðast í formi sjónvarpsþátta um „Sögu bæjar“ á RÚV.

Það skal strax hér í upphafi þessarar ádeilugreinar koma koma skýrt fram að ástæður fyrir þessum greinarskrifum mínum snúast um að ég vil hér verja mínar síldarsögur og önnur skrifuð orð sem ég hef birt á okkar ástkæra vefmiðli siglo.is gegnum árinn.

En frá mínu sjónarhorni séð er þeim hreinlega misþyrmt í leyfisleysi í bók Páls Baldvins Baldvinssonar. Síldarárin 1867-1969 og ég færi rök fyrir því í þessari grein. Önnur ástæða fyrir þessum skrifum er að alla þessa viku hef ég reynt að fá útskýringar og almennileg svör frá ábyrgum aðilum fyrir útgáfu þessa verks og þau samskipti hafa minnst sagt verið ömurleg og mjög svo niðurlægjandi fyrir mig sem persónu og áhugamann um ritun síldarsöguminninga.

Ég sé því fyrir mína parta enga aðra lausn en að birta mín sjónarmið hér og nú. Það skal þó koma fram að að Páll Baldvin sendi mér loksins svar seinnipartinn í gær og það er augljóst að við tveir verðum að vera sammála um að vera ósamála og því betra fyrir okkur báða að aðrir dæmi um hvað sé rétt og rangt.

Og hann hefur auðvitað sitt tjáningarfrelsi en ég hef líka mitt.

Margt og mikið í þessu svokallaða lífi okkar getur svo sem oft vel verið “næstum löglegt” en samtímis verið mjög svo siðlaust, óréttlátt og hreinlega rangt.

Eins og áður er nefnt þá erum við Páll Baldvin ósammála um vissa hluti en hann er samt viljugur að biðjast opinberlega afsökunar (á sumu) og hann verður að sjálfsögðu að fá að gera það eins og honum hentar.

Það skal einnig tekið fram að bæði Forlagið og Páll hafa fengið að lesa innhald greinarinnar og það er af þakklæti fyrir svar frá Páli að þessi útgáfa af greininni hefur að mörgu leyti fengið mun mildari tón en upprunalegi textinn.” (Viðbót skrifuð föstudagskvöld JÓB.)

Sem Sænskur Siglfirðingur….

og sá síldarsögu nörd sem ég vissulega er varð ég auðvitað að þvinga bróður minn til að kaupa handa mér og pósta til mín stærðeflis bókarmúrsteini með ærnum tilkostnaði en þetta er bókardoðrantur upp á 1.152 síður sem vegur á við vænan golþorsk eða um og yfir 3.5 kg.

Þetta er bókin Síldarárin 1867-1969 og titlaður höfundur er Páll Baldvin Baldvinsson en ég er frekar óviljugur í að gefa honum sjálfum höfundarnafnið af þessu verki vegna þess að hjá lesendum geta komið upp óvissa og spurningar um hvort að hann sjálfur hafi skrifað meira en kannski 1 % af þeim orðum sem birtast á þessum 1.152 blaðsíðum sem er líklega minna en það sem hann til dæmis í algjöru leyfisleysi tekur að “láni“ og notar minnst sagt frjálslega frá mér og mínum skrifum á siglo.is.

Þeim gamla góða sögufræga vefmiðli, en þar er enn aðgengilegur hafsjór af síldarsögufróðleik og inngangurinn í hið ótrúlega Ljósmyndasafn Siglufjarðar er þarna líka.

 

Myndi frekar vilja kalla hann „samantektarstjóra“ af efni annarra sem hafa lagt áratugi í heimildavinnu og rannsóknir á sögulegum heimildum varðandi síldarsögu Íslands.

Það er alltof mikil „Goggle search copy paste“ lykt af þessu verki hjá þér Páll Baldvin og það sést best í þeim hluta þar sem þú breytir fyrirsögnum klippir, sundur og birtir í leyfisleysi efni sem ég tel mig eiga höfundarréttinn á….. og þú skalt hafa það á hreinu að þrátt fyrir að orðin séu skrifuð af „amatör“ og birt á litlum hálfdauðum gömlum vefmiðli eins og siglo.is. þá stenst þetta verk þitt alls ekki naflaskoðun þegar kemur að tilvísunum í heimildir.

En að sjálfsögðu get ég séð að þú og þín ritstjórn hafið auðvitað lagt gríðarlega vinnu í heimildasöfnum og kannski er einhver flýtiferlis bragur á þessu líka en það eitt gefur þér Páll Baldvin ekki rétt til eða afsakar það að nota ritefni annarra eins og þér sýnist.

Nú skal það vissulega viðurkennast að ég hef haft lygilega gaman af að fletta í þessari annars fallegu bók en það er gjörsamlega ómögulegt að lesa hana í heild sinni, þetta er einfaldlega ekki þannig bók.

Það sem grípur mig fyrst er dásamleg kápa með síldarhreistrakjöl og hin frábæra ljósmynd hins heimsfræga Hans Malmberg sem ég hef nefnt áður í mínum skrifum á siglo.is. sem og annan Íslandsvin sem heitir Jöran Forsslund.

En bókin er nú þegar alveg við það að detta í sundur en það er örugglega mjög erfitt að líma og halda saman svona þykkum og þungum bókardoðranti.

Það er sagt að í bókinni séu um 1000 ljósmyndir sem flestar hafa ekki birst áður…. það er nú ekki alveg rétt reyndar, því ég hef séð mikið af þeim áður en það er líklega vegna þess að ég er síldarsögugrúskari eins og Páll Baldvin og ljósmyndanörd ofan á það.

Bókin minnir mig í „ layouti“ á gömlu Öldin okkar bækurnar og þarna er magnið og úrvalið af áhugaverðu lesefni mikið…..eiginlega allt of mikið.

Því það er oftar en ekki vikið af veginum þar sem megin þemað á að vera SÍLDAR-saga, svo titill bókarinnar passar ekki alveg við dágóðan hluta af innihaldi verksins. Það er þarna fullt af alkyns óþarfa hliðarsporum sem hafa í rauninni ekkert með sjálfa síldarsöguna að gera.

En ég er svo sannarlega þakklátur Páli Baldvin fyrir að lyfta fram hlutverki kvenna og verkafólks í harðri lífsbátáttu liðins tíma.

En hann gleymir aftur og aftur að upplýsa okkur lesendur á skiljanlegan hátt um úr hvaða heimildum ritefnið kemur á þeim síðum sem þær birtast og þar af leiðandi er það ómögulegt fyrir lesandann að vita hvað Páll Baldvin hefur skrifað sjálfur og hvað aðrir hafa ritað áður.

Nema þegar kemur að stuttum bútum innan “gæsalappa” með tilvísanir úr hinum ýmsu dagblöðum landsins.  

Þetta mikilvæga atriði með að vísa rétt í heimildir á bókmenntafræðingurinn og fyrrverandi ritsjórinn Páll Baldvin að vita og það sama gildir um ritstjórn Forlagsins sem stendur á bakvið útgáfu á þessu annars vel útlýtandi verki. En þetta er kannski “ný tíska” í sagnaritun á Íslandi í dag…en hvað veit ég svo sem um það?

Heimildaskrá bókarinnar er 47 blaðsíður og skipt niður í frekar ruglingslega flokka og það er augljóst að ekki er farið eins með efni sem er „lánað“ af netinu á sama máta og gert er með prentaðar heimildir.


En úr því að hvorki Páll Baldvin eða ritstjórn Forlagsins virðast kunna grunnreglur í meðhöndlun heimilda þá læt ég þetta skjáskot með leiðbeiningum frá Háskóla Íslands fylgja með handa þeim. Sjá nánar hér: Leiðbeiningavefur ritverks Menntavísindasviðs.

En nú komum við að því sem mér persónulega finnst ömurlegt að upplifa sem áhuga síldarsöguritari en það er að kannast allt í einu við orð sem ég er að lesa á bls. 751 og 752 en það er sagan “ Sumartúr til Íslands” sem mér fannst að ég hafi lesið áður eins og ýmislegt af því sem er birt í þessari bók. Auðvitað þekki ég þessa sögu því ÉG skrifaði hana sjálfur eða réttara sagt þýddi og endursagði hana og birti með leyfi á siglo.is fyrir nokkrum árum. Þarna er hún stytt og ekki nefnt hver segir frá eða skráði eða þýddi söguna og í heimildaskrá er bara sagt “sótt á Siglo.is í júlí 2019“ plús löng skrifuð slóð á greinina og það er svo skrítið að þegar ég ýti á þessa slóð í bókinni þá gerist ekki neitt ??

Svo…… ég verð þá sem lesandi að hamra þessa löngu prentuðu slóð inn í veflesarann minn til þess að komast að hinu sanna um höfund og heimildir sem liggja bakvið greinina “Sumartúr til ísland.” og þegar hún loksins birtist lesanda þá heitir hún eitthvað allt annað þá verður lesandi aftur óöruggur og spyr sjálfa sig: “Skrifaði ég þessa slóð rétt eða….hvað…er …nú…þetta ?”

Hver nennir því svo sem ?

Eru þetta mistök ? Eða er meðvitað verið að reyna að fela eitthvað ?

Af hverju er ekki bara skrifað stutt og laggott „Lánað frjálslega og í leyfisleysi frá Jóni Ólafi Björgvinssyni af siglo.is ?
Og ég segi bara: Gangi ykkur vel með að reyna að finna mitt nafn á ritefni sem er misþyrmt á þremur blaðsíðum í þessari bók.

Þú brýtur svo sem ekki beinlínis höfundarréttar lög með þessu…en það eru reyndar til ákvæði sem að heita því skrítna nafni “SÆMDARRÉTTUR” og það er nú eitthvað sem þú Páll Baldvin og Forlagið eigið að vita.

(Sorry.. lesendur góðir en það er of langt og leiðinlegt að útskýra í smáatriðum hvað Sæmdarréttur er.) 

En í stuttu punktaformi fjallar sæmdarréttur um:

  • Rétt til nafngreiningar (droit de paternité)
  • Rétt til að verki sé ekki breytt eða sett í þannig samhengi að það skaði höfundarheiður hans (droit au respect de l’integrité de l’œuvre)
  • Rétt til að taka verk úr umferð (droit de repentir)
  • Rétt til að ráða frumbirtingu verks (droit de divulgation)
    (Heimildir: Wikipedia: SÆMDARRÉTTUR)

Og já ég get á mjög einfaldan máta tekið öll mín verk úr umferð sem ég hef birt á netinu en hvernig get ég tekið ritefnið mitt úr bókinni hans Páls Baldvins ? Ef það er til einhvern sem veit það, þá endilega senda mér línu.

Ómerkilegt að hafa ekki samband og að spyrja ekki um leyfi þegar ætlunin er breyta fyrirsögn, texta og innihald og skipta út ljósmyndum með það í huga að birta þetta í bók gegnum virðulegt bókaforlag.

Sjá upprunalega grein með réttri fyrirsögn og ljósmyndum sem birtist á siglo.is 2017 hér:

SAGAN UM SVANINN! Síldveiðar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

sksiglo.is | Greinar | 09.11.2017 | 21:10 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1358 | Athugasemdir (2)

Það gerast líka fjárhagslega furðulegir atburðir þegar stafrænu “lánuðu” ritefni er lyft af vefmiðli og í bók en það er að lesefni sem hefur verið ókeypis aðgangur að í þrjú ár verður einhvernvegin til sölu í gegnum Pál Baldvin og Forlagið með kröfu um greiðslu frá almenningi fyrir aðgang að sama efni sem þeir alls ekki eiga sjálfir. Furðulegt en satt!

En lesandi góður þetta er allt saman ennþá ókeypis á siglo.is og verður það um alla eilíf og sagan mín er miklu skemmtilegri í heild sinni en í bútuðu formi Páls Baldvins.

Og í minni grein fylgja með mjög svo fræðandi ljósmyndir með sem sýna vel hversu erfiðir og hættulegir þessir þriggja mánaða rekneta túrar Svíanna var á sínum tíma.

Máli mínu til stuðnings og til þess að þú lesandi góður geti borið saman texta og myndir tek ég mér það bessaleyfi að birta ljósmynd af mínum eigin orðum úr bókinni Síldarárin 1867-1969.

Bls. 751
P.S: þessi annars flotta ljósmynd hefur ekkert að gera með mína grein!

Bls. 752

En nú gætu sumir sagt:

En heyrðu Nonni minn af hverju ekki bara vera ánægður og stoltur yfir að efni eftir þig birtist í þessari „stórkostlegu bók“?

Nei, sorry STÍNA!  Hættu nú alveg……

Í fyrsta lagi kemur það hvergi fram að ég hafi skrifað þetta og þar af leiðandi ég get ómögulega verið stoltur yfir þessari birtingu og nú verð ég lesandi góður að fá að útskýra smá hluti varðandi síldarnörda skrif mín fyrir ykkur lesendum og Páli Baldvin:

A. Bakvið bara þessa einu grein liggur ca 100 klukkutíma sjálfboðavinna í heimildavinnu með tveimur ferðalögum til Skärhamn, samtöl og símtöl, myndvinnsla á ljósmyndum sem fylgdu með þessari grein og ómældur tími sem fór í þýðingar, endursögn og birtingarvinnslu o.fl.

Og ég er sko alls ekki til í að hún sé klippt sundur og saman og síðan birt undir annarra manna nafni.

B. Birtingarleyfið fékk ÉG til birtingar á siglo.is og það var útskýrt fyrir þeim sem ég fékk efnið af í hvaða miðli þetta myndi birtast og hvers vegna. Birtingarleyfið gilti ekki fyrir þessa bók hjá þér Páll Baldvin.

C. Það hefur ALLTAF verið mikilvægt fyrir mig að nefna þá sem segja söguna og þá sem hafa lagt á sig mikla vinnu við að skrá allar þær síldarsögur sem ég hef birt um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur sem er saga sem að mörgu leyti hefur hingað til verið hulinn heimur fyrir Íslendingum. Því þessi saga gerðist að mestu leyti úti á ballar hafi og frásagnir af því eru bara til á sænsku og að hluta til á Íslensku á siglo.is og á trolli.is.

Ég vil að það komi skýrt fram hér og nú að sá sem segir söguna og fór í þennan svokallaða „Sumartúr til Íslands“ hét Johan Bäck og það var sonur hans Edmond Bäck sem skráði.

Sagan var varðveitt hjá félagskap sem heitir „De seglade för Tjörn“ og birtingarleyfið kom þaðan.

Svona atriði eru mjög mikilvæg fyrir MIG Páll Baldvin og ættu að vera það fyrir þig og þína ritstjórn líka.   

Mér bregður svo enn meira á bls. 838 og 839 og mér sárnar það gríðarlega Páll Baldvin að þú sért að reyna að segja MÉR og öðrum Siglfirðingum að þú sjálfur hafir fundið þessar glæsilegu „Hollywood ljósmyndir“ af  síldarstúlkunum á Sigló og söguna um hana Lovísu Ketilsdóttur sem reyndar er líka nefnd í öðru samhengi seinna í þínu verki.  Ljósmyndirnar eru „líklega“ teknar af Jöran Forsslund en það tókst mér aldrei að fá endanlega staðfest í samskiptum mínum við safnstjóra gagnasafns Samvinnuhreyfingarinnar í Stockholm eða gegnum samtöl við dóttur Jörans. En ók, gott hjá þér og þínum því þú ert þá endanlega búinn að skrifa þessa ljósmyndir á Jöran Forsslund.

Bls. 839

Dágóður hluti af textanum á bls. 839 undir fyrirsögninni „Úr sænsku jólablaði“ er klipptur út úr minni grein og það er hvergi minnst á það í heimildaskrá.

Ég get ekki fundið neina tilvísun í mína grein í heimildarskrá.
Getur þú það Páll Baldvin ?

Og enn og aftur ertu virkilega að reyna að segja mér og öðrum Siglfirðingum að þú hafir skrifað þetta allt saman sjálfur ?

Í þessu tilfelli Pál Baldvin verður þú ekki betri maður en ungur skólastrákur í 10, bekk sem skilar inn ritgerð og þegar kennarinn Gogglar textann þá kemur í ljós að strákstaulinn hefur ekki skrifað neitt af þessu sjálfur.

Því að stærðfræðilegu líkurnar á því að tveir algjörlega ótengdir aðilar sem þýða sama myndarskýringar texta með nákvæmlega sömu Íslensku orðunum er náttúrulega NÚLL.

Hmm…. Sumir hafa sko aldeilis verið teknir á beinið hjá skólameistara fyrir minna.

Sjá „orginal“ grein hér á siglo.is frá 2016:

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

sksiglo.is | Greinar | 25.10.2016 | 15:00 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1575 | Athugasemdir (14)

Ég keypti þetta jóla eintak frá 1945 af tímaritinu VI á netuppboði og hófst nú hjá mér mikil heimildarvinna og afrekstur hennar hefur birst í mörgum greinum á bæði siglo.is og trolli.is um blaðagreinar, bók og kvikmynd o.fl. sem Jöran hin mikli Íslandsvinur gerði á þessum tíma. Þessu eintaki af VI ásamt fleirum “orginal” innskönnuðum ljósmyndum og ónotuðum aukamyndum var síðan komið til skráningar og geymslu hjá Síldarminjasafni Íslands.

Fleiri fleiri hundruð klukkutíma ólaunuð vinna liggur á bak við þessar greinar og ég er bara alls ekki til í að hvorki þú Páll Baldvin eða aðrir misþyrmi og eigni sér þessa sögu.

Ég er þó mest stoltur yfir þýðingu minni á kafla úr bókinni „Vind över Island“ eftir áður nefndan Jöran sem er að mínu mati ein allra besta síldarsögu samtíma mannlífslýsing á Íslandi á fimmta áratug síðustu aldar.

Þakka þér fyrir að taka hana ekki að “láni” líka!

En það er öllum hjartanlega velkomið að lesa þessa yndislegu síldarsögu aldeilis ÓKEYPIS hér á trolli.is.

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI. 1 HLUTI

&

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI. 2 HLUTI

 

Að lokum vill ég benda þér á Páll Baldvin að mér og mörgum öðrum skrifandi og hugsandi Íslendingum mislíkaði tónninn hjá þér í þessu minnst sagt skrítna viðtali við þig á visir.is. sem birtist í sambandi við útgáfu bókarinnar í nóvember og ég get fullyrt að mörgum öðrum hefur ofboðið hvernig þú hefur tekið þér „bessaleyfi“ að klippa og líma og breyta fyrirsögnum og misnotað rituð orð annarra sem og látinna ættingja sem ekki geta varið sig á sama máta og ég geri nú með þessum skrifum mínum.

En það er eins og mig minni að ég hafi séð umræðu um svipuð málefni áður….hmm.

Ég lýsi hér með eftir að fá að heyra þig Pál Baldvin tala oftar með meiri auðmýkt og virðingu um ritverk og heimildarvinnu annarra.

“Páll Baldvin er ekki það sem heitir að vera ljúflingur. Framganga hans öll er hvöss og til þess fallin að slá viðmælandann út af laginu. Ekki beint hranalegur en næsti bær við.”
(Jakop Bjarnar 22. nóvember 2019. Hvarf inní grúskið og áratugur farinn. VÍSIR. Sótt af visir.is)

PIZZZt….. Páll Baldvin, sjáðu, svona á að gera þetta.

Sjá greinina í heild sinni á visir.is hér: Hvarf inní grúskið og áratugur farinn

Og þú skalt vita Páll Baldvin að þegar einhver ræðst á og misnotar rit-börnin mín og hugarfóstur þá er ég rétt eins og aðrir tilbúinn að verja þau með kjafti og klóm. Sem og allt annað efni sem til er á okkar svo ástkæra gamla góða Siglufjarðar bæjarfréttavefmiðli siglo.is.

Með þessum skrifum mínum er þér Páll Baldvin Baldvinsson og Forlaginu boðið að biðjast opinberlega afsökunar á þessari fyrir mér mjög svo grófu misnotkun á mínum rituðu orðum með loforði um að þetta verði leiðrétt í næstu útgáfu.

Og mín lokaorð eru orð sem oft eru sögð um svipuð málefni hér í Sverigelandi: “RÄTT SKA VARA RÄTT.”

Púnktur Basta, Amen.

Virðingarfyllst

Jón Ólafur Björgvinsson

Sænsk/Siglfirskur Síldarsögugrúskari