Valdís og Tómas Welding kynna til leiks nýtt lag: „Darling” – líflegan og einlægan popp smell með glitrandi hljóðheim og grípandi melódíum.



“Darling” er komið í spilun á FM Trölla.

„Lagið fjallar um að halda í vonina og biðja manneskjuna sem þú elskar að sleppa þér ekki”.

„Við vildum semja eitthvað sem lyftir stemningunni, er einlægt en líka skemmtilegt – lag sem fólk getur sungið með og dansað við“ segja Valdís og Tómas.

Lagið varð til í lagahöfundabúðunum Airsongs, sem voru haldnar á vegum Iceland Sync, þar sem listamenn, lagahöfundar og pródúserar komu saman til að skapa nýja tónlist.

Valdís og Tómas sömdu lagið ásamt Hákoni Guðna sem einnig pródúseraði lagið.

Hægt er að nálgast lagið á öllum helstu streymisveitum.