Í kosningabaráttunni fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru gefin fögur fyrirheit um lækkun fasteignagjalda.

Tvö efstu málin í stefnuskrá D – lista voru:
– Lækka fasteignaskatt um 10% að lágmarki.
– Hækka tekjuviðmið til afsláttar á fasteignaskatti fyrir öryrkja og eldri borgara svo að fleiri eigi kost á afslætti.

I – listi var með í sinni stefnuskrá:
– Hækka tekjuviðmiðun öryrkja og aldraðra vegna afsláttar á fasteignagjöldum.

H – listi sagði í sinni stefnuskrá:
– Endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu.

Það er því alveg ljóst að allir flokkar hafa lagt áherslu á lækkun fasteignagjalda í einhverri mynd.

Nýtt fasteignamat – sem endurspeglar gangverð fasteigna í febrúar s.l. – tekur gildi 31. desember næstkomandi. Fasteignamat í Fjallabyggð mun hækka um 14.6% og lóðamat um 12.1%

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á 571. fundi sínum að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2019.

Trölli.is birti stefnuskrár allra framboðanna í Fjallabyggð fyrir kosningar:
Stefnuskrá D-lista
Stefnuskrá I-lista
Stefnuskrá H-lista

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir