Í Húnaþingi-Vestra eru tveir framboðslistar til sveitarstjórnarkosninga í vor, B listi Framsóknarflokks og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra, og N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra.

Núverandi sveitarstjórn, sem telur 7 manns, er öll skipuð fólki úr þessum flokkum, en athygli vekur að þeir sem eru í fráfarandi sveitarstjórn gefa ekki kost á sér ofarlega á framboðslistunum núna, þannig að ólíklegt má teljast að nokkurt þeirra sem nú eru í sveitarstjórninni nái kjöri í vor, fyrir utan kannski einn varamann sem á nokkuð góða möguleika.

Konur eru í meirihluta núna, og verða það áfram ef hlutfall listanna helst óbreytt.

Tíðindamaður okkar sagði í glettni að það “vantaði bara organistann”, því tveir lykilmenn kirkjunnar á staðnum, presturinn og meðhjálparinn eru báðir í framboði, þó ekki á sama listanum, heldur efstu menn, hvor á sínum lista, þannig að það má ímynda sér líflegar pólitískar viðræður í skrúðhúsinu á messudögum.

 

Frambjóðendur B-lista:

Frambjóðendur á B-lista í Húnaþingi vestra 2018

 

Frambjóðendur N-lista:

Frambjóðendur á N-lista í Húnaþingi vestra 2018

 

Myndir: af facebook síðum framboðanna
Texti: Gunnar Smári Helgason