Húnaþing vestra leitar eftir hugmyndum að jólagjöfum fyrir starfsfólk sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Leitað er eftir bragðgóðri gæðavöru framleiddri í heimabyggð. Varan þarf að uppfylla kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðslu.
Ef þú ert að framleiða vöru sem þú telur að geti hentað fjölbreyttum starfshóp sveitarfélagsins er hægt að senda tillögu gegnum vefsíðu sveitarfélagsins ásamt mynd af vörunni og verðhugmynd fyrir 30. september nk. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 120 talsins.
Tillaga að jólagjöf starfamanna sveitarfélagsins.
Mynd/pixabay